Kevin Bacon.
Kevin Bacon. — AFP
Frægð „Mér var einu sinni tjáð að ég væri frægari fyrir að vera frægur en fyrir nokkuð sem ég hef gert á sviði leiklistarinnar. Þarna var ég tilfinningalega eggjaður. Ég meina, ég hef gert býsna margt, þið skiljið.
Frægð „Mér var einu sinni tjáð að ég væri frægari fyrir að vera frægur en fyrir nokkuð sem ég hef gert á sviði leiklistarinnar. Þarna var ég tilfinningalega eggjaður. Ég meina, ég hef gert býsna margt, þið skiljið. Ég hef alltaf lagt mig fram sem leikari en samt fæ ég að heyra að ég sé frægur vegna þess að ég sé frægur,“ segir bandaríski leikarinn Kevin Bacon í samtali við breska blaðið The Independent. Sjálfur kveðst hann líta á sig sem leikara en ekki kvikmyndastjörnu. Í samtalinu viðurkennir Bacon að hann eigi ekki Mynd með stóru emmi, eins og svo margir leikarar, sem hann verði um aldur og ævi tengdur við enda þótt dans- og söngvamyndin Footloose frá níunda áratugnum komist næst því. „Samt er ég ekki einu sinni viss um það.“