— Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Steinvör Sighvatsdóttir lést 17.

Steinvör Sighvatsdóttir lést 17. október árið 1271, en hún var af Sturlungaætt og hennar er getið í Skáldatali Eddu eftir Snorra, þar sem hún er sögð húsfreyja á Keldum á Rangárvöllum ásamt manni sínum Halfdani Sæmundssyni sem var sonur Sæmundar Jónssonar í Odda. Steinvör var dóttir Sighvatar á Grund og Halldóru Tumadóttur, og hennar er víða getið í heimildum sem bera því vitni að hún hafi verið vel metin af samferðafólki sínu og þótt skörungur mikill. Í deilumáli Þórðar kakala, bróður hennar, við sunnlenska bændur 1242 var ákveðið að hún skyldi dæma í málum þeirra ásamt Sigvarði Skálholtsbiskupi og hafa úrslitaorð ef dómur væri ekki samróma.

Heimildir segja Steinvöru hafa verið skáldmælta, en mest af kveðskapnum hefur glatast. Í Skáldkonum fyrri alda, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur, er ein vísa eftir Steinvöru þar sem hún kveður um draum sem sé fyrirboði Örlygsstaðabardaga. Í draumnum kemur hún að eyðitröð þar sem liggur mannshöfuð á garði.

Sit ek og sék á

svarit Steinvarar:

Hví liggr hér á vegg

höfuð í örtröð?

Það er synd að ekki liggi meiri skáldskapur eftir Steinvöru, bróðurdóttur Snorra Sturlusonar.