Afturelding hefur dregið lið sitt úr keppni í Evrópubikar karla í handknattleik en liðið átti að mæta Granitas-Karys frá Litháen heima og heiman í 2. umferð keppninnar dagana 14. og 21. nóvember.

Afturelding hefur dregið lið sitt úr keppni í Evrópubikar karla í handknattleik en liðið átti að mæta Granitas-Karys frá Litháen heima og heiman í 2. umferð keppninnar dagana 14. og 21. nóvember. Granitas er þar með sjálfkrafa komið í þriðju umferðina þar sem FH-ingar eru skráðir til leiks en þeir sitja hjá í annarri umferðinni.

Í yfirlýsingu sem Afturelding birti í gær segir að vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins hafi stjórn handknattleiksdeildarinnar ekki séð sér annað fært en að draga liðið úr keppni. Það væri í raun það eina ábyrga sem hægt væri að gera í ljósi ástandsins sem nú ríkti um allan heim.