Notalegt Hljóðbókarhlustun er fín.
Notalegt Hljóðbókarhlustun er fín. — Ljósmynd/Af vef Storytel.com
Nú þegar allir eru innilokaðir vegna veirunnar vondu er um að gera að nýta tímann til góðra verka. Margir eru á fullu í framkvæmdum heima hjá sér, leggja loksins í eitthvað sem lengi hefur beðið.
Nú þegar allir eru innilokaðir vegna veirunnar vondu er um að gera að nýta tímann til góðra verka. Margir eru á fullu í framkvæmdum heima hjá sér, leggja loksins í eitthvað sem lengi hefur beðið. Aðrir byrja á einhverju nýju, læra að hekla, mála eða spila á hljóðfæri, möguleikarnir eru óþrjótandi og hægt að finna leiðbeiningar á hinu stórfenglega neti. Fyrir bókelska er þetta sannarlega tíminn til að vinna upp lestur á bókalistanum, nú eða hlusta á bækur, því þá er hægt að gera eitthvað á meðan. Að hlusta á góðan lesara fara með texta góðrar bókar er mikil gæðastund og óhætt að mæla með. Þeir sem eiga kort hjá Borgarbókasafninu geta sótt sér bækur á rafbókasafninu þar á slóðinni rafbokasafnid.is. Þetta safn geymir mikið magn raf- og hljóðbóka „þar sem finna má glæpi, ástir, ævintýri, ævisögur, uppskriftir og innhverfa íhugun“, eins og segir á vef safnsins. Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur á vefnum eða í Libby-appinu sem hlaða má niður í öll helstu snjalltæki. Nú er sannarlega lag að gleypa í sig bækur og njóta menningar!