Bocuse Þráinn Freyr þjálfari, Gabríel Kristinn aðstoðarmaður, Sigurður Laufdal, keppandi Íslands, og Sturla Birgisson dómari kampakátir í gær.
Bocuse Þráinn Freyr þjálfari, Gabríel Kristinn aðstoðarmaður, Sigurður Laufdal, keppandi Íslands, og Sturla Birgisson dómari kampakátir í gær.
Ísland náði í gær fjórða sætinu í Bocuse d´Or-matreiðslukeppninni sem fram fór í Tallinn í Eistlandi. Jafnframt hlaut Ísland verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Ísland náði í gær fjórða sætinu í Bocuse d´Or-matreiðslukeppninni sem fram fór í Tallinn í Eistlandi. Jafnframt hlaut Ísland verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Sigurður Laufdal keppti fyrir Íslands hönd en árangurinn tryggir þáttökurétt í lokakeppni Bocuse d´Or sem fram fer í Lyon í Frakklandi á næsta ári. Sigurður hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 16 dómara. Þjálfari Sigurðar er Þráinn Freyr Vigfússon, Bocuse d´Or-keppandi 2011, og aðstoðarmaður er Gabríel Kristinn Bjarnason. thora@mbl.is