Norræni skálinn Skáli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, hannaður af Sverre Fehn.
Norræni skálinn Skáli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, hannaður af Sverre Fehn.
Noregur, Svíþjóð og Danmörk hafa árum saman, eða frá 1962, sameinast um sýningar á Feneyjatvíæringnum í myndlist í sýningarskála sem þjóðirnar eiga saman og nefnist upp á ensku Nordic Pavilion. Finnar og Íslendingar hafa hins vegar sýnt í sérskálum.
Noregur, Svíþjóð og Danmörk hafa árum saman, eða frá 1962, sameinast um sýningar á Feneyjatvíæringnum í myndlist í sýningarskála sem þjóðirnar eiga saman og nefnist upp á ensku Nordic Pavilion. Finnar og Íslendingar hafa hins vegar sýnt í sérskálum. Nú hefur sýningarnefnd þjóðanna þriggja ákveðið að breyta nafni skálans fyrir næsta tvíæring sem verður settur upp 2022, eftir að þeim sem átti að vera í ár var aflýst vegna Covid-19. Kastljósinu verður beint að myndlist Sama, sem búsettir eru nyrst í Noregi og Svíþjóð, og skálinn nefndur Sámi Pavilion. Höfundar verkanna sem sýnd verða eru þrír Samar, Pauliina Feodoroff, Máret Ánna Sara og Anders Sunna.