Aleksander Ceferin
Aleksander Ceferin
Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur opnað fyrir þann möguleika að úrslitakeppni EM karla sumarið 2021 verði ekki leikin í öllum þeim tólf borgum þar sem fyrirhugað er að hún fari fram.

Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur opnað fyrir þann möguleika að úrslitakeppni EM karla sumarið 2021 verði ekki leikin í öllum þeim tólf borgum þar sem fyrirhugað er að hún fari fram. Ceferin sagði við fréttastofu Reuters að UEFA hefði áhyggjur af stöðu mála víða í Evrópu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „En við erum algjörlega sannfærðir um að EM muni fara fram. Stefnt er að því að keppnin verði með því fyrirkomulagi sem sett hafði verið upp. En það er mögulegt að í stað tólf staða gætum við haldið keppnina í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Ceferin.

Hann sagði jafnframt að það væri alltof snemmt að fullyrða eitthvað um hvort leikið yrði með eða án áhorfenda. Keppnin á að fara fram dagana 11. júní til 11. júlí en henni var frestað um eitt ár vegna faraldursins. Keppnisstaðir eru London, Glasgow, Dublin, Bilbao, Amsterdam, München, Róm, Kaupmannahöfn, Búdapest, Búkarest, Pétursborg og Bakú. Íslenska landsliðið leikur í Búdapest og München ef það kemst á EM.