— Morgunblaðið/Sigurður Þorri Gunnarsson
Páll Óskar hélt uppi stuðinu eins og honum er einum lagið á Pallaballi sem sent var út í beinni útsendingu á K100 í gær.

Páll Óskar hélt uppi stuðinu eins og honum er einum lagið á Pallaballi sem sent var út í beinni útsendingu á K100 í gær.

Stöðin notaðist reyndar við nafnið Bleikt100 í tilefni Bleika dagsins til þess að sýna samstöðu með konum sem greinst hafa með krabbamein.

Kveðjurnar streymdu inn frá áhorfendum sem hlustuðu í útvarpinu og fylgdust með á k100.is, en Palli flutti öll sín þekktustu og bestu lög.