Á sýningu Hluti af verki eftir Dýrfinnu.
Á sýningu Hluti af verki eftir Dýrfinnu.
Sýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Náttúrlega brothætt / Natural Fragility , verður opnuð í galleríinu Þulu í dag, laugardag, kl. 13 til 18 og mun sýningin standa yfir til 8. nóvember.

Sýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Náttúrlega brothætt / Natural Fragility , verður opnuð í galleríinu Þulu í dag, laugardag, kl. 13 til 18 og mun sýningin standa yfir til 8. nóvember. „Þegar ég teikna eða mála verk skiptir mig máli að draga fram sterka kvenlega orku og skapa litríka skynörvandi sögu. Ég dreg myndheim minn ýmist úr myndasögum, tarotspilum og persónulegri reynslu minni úr hversdagsleikanum jafnt og draumaheimi. Hliðarheimur verka minna er opið rými sem hver og einn má forvitnast um á eigin forsendum og finna eigið sjálf í litunum og línunum. Heimurinn er mótaður af hugarlífi listakonunnar en einnig áhrifum samfélags og poppkúltúr. Náttúran nýtur sín og tjáir sig, fantasía og hryllingur er eðlilegur og það er ákveðin huggun í dramatíkinni,“ skrifar Dýrfinna í tilkynningu.

Vegna Covid-19 verður fjórum gestum hleypt inn í einu við opnun sýningarinnar og mælt með því að fólk beri grímu.