Styrkir Fulltrúar líknarfélaganna og Oddfellow-reglunnar í Hafnarfirði.
Styrkir Fulltrúar líknarfélaganna og Oddfellow-reglunnar í Hafnarfirði.
Allar deildir Oddfellow-reglunnar í Hafnarfirði gáfu nýverið myndarlega styrki til líknarmála. Sorgarmiðstöð, Píeta-samtökin og Einstök börn fengu 900 þúsund krónur hvert félag. Því nema styrkirnir alls 2,7 milljónum króna.

Allar deildir Oddfellow-reglunnar í Hafnarfirði gáfu nýverið myndarlega styrki til líknarmála. Sorgarmiðstöð, Píeta-samtökin og Einstök börn fengu 900 þúsund krónur hvert félag. Því nema styrkirnir alls 2,7 milljónum króna.

„Á þessum fordæmalausu tímum eru erfiðleikar hjá mörgu fólki. Fjárhagsleg og andleg áföll dynja yfir sem aldrei fyrr. Þá er gott að geta leitað til fagaðila sem t.d. er að finna hjá félögum þeim sem þessa styrki hljóta,“ segir m.a. í tilkynningu frá Oddfellow í Hafnarfirði.

Sorgarmiðstöð er samstarfsverkefni fjögurra grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu, sem eru Ný dögun, stuðningur í sorg, Birta landssamtök, Ljónshjarta og Gleym mér ei styrktarfélag. Píeta-samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.