Undir vörumerkinu Withsara býður Sara Ólafsdóttir áskrifendum sínum að gera fjölbreyttar líkamsæfingar á heimili sínu eða vinnustaðnum.
Undir vörumerkinu Withsara býður Sara Ólafsdóttir áskrifendum sínum að gera fjölbreyttar líkamsæfingar á heimili sínu eða vinnustaðnum. — Ljósmynd/Aðsend
Líkamsrækt Engin ástæða er til þess að láta lokun líkamsræktarstöðva koma í veg fyrir daglega hreyfingu, því úrræðin eru fjölmörg.

Líkamsrækt Engin ástæða er til þess að láta lokun líkamsræktarstöðva koma í veg fyrir daglega hreyfingu, því úrræðin eru fjölmörg.

Ein þeirra sem riðið hafa á vaðið er Sara Ólafsdóttir sem hefur undir vörumerkinu „Withsara“ hannað fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima við eða í vinnunni.

Fyrirtækið býður upp á nokkrar þjónustuleiðir sem hafa ólíkar áherslur, s.s. styrktaræfingar, jóga eða teygju- og liðleikaæfingar. Nú hefur ný þjónustuleið bæst við og geta fyrirtæki nú keypt áskrift að heimaæfingum fyrir starfsfólk sitt.

Þjónustan hóf göngu sína á þeim tíma sem fyrri bylgja faraldursins reið yfir og segir Sara að móttökurnar hafi verið góðar. Markhópurinn er fyrst og fremst konur og nú þegar hafa konur frá 40 löndum skráð sig fyrir þjónustunni, þar með talið hundruð íslenskra kvenna að sögn Söru.

Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á dæmigerða heilsurækt fólks og segist Sara merkja að breytingar hafi orðið á almennu hugarfari. Margir hafi uppgötvað tækifærin sem felast í því að gera líkamsæfingar á eigin forsendum og tíma. Því er hún sannfærð um að netþjónusta eins og Withsara eigi sér grundvöll til framtíðar.