Blint val.

Blint val. N-Allir

Norður
9753
542
Á8762
8

Vestur Austur
ÁKD2 G10
7 ÁDG9863
G109543 --
G6 9432

Suður
864
K10
KD
ÁKD1075

Suður spilar 5 dobluð.

Brids er leikur takmarkaðra upplýsinga og þess vegna þurfa menn oft að giska – velja blint á milli freistandi kosta. Svo dæmi sé tekið: Hvort ætti austur frekar að opna á 3 eða fjórum? Og í framhaldi af því: Hvað á suður að gera ef austur kýs að opna á 4? Á hann að kæfupassa eða harka sér í 5?

Snillingarnir á Netbridge opnuðu flestir á 4. Aðeins tveir af tólf kusu 3 – Bauke Muller og Vinita Gupta. Suður sagði 3G og vann eftir háspaða út. Hinir tíu sem opnuðu á 4 tryggðu sér ýmist 620 (veik vörn) eða 1400-kall í vörn gegn 5 dobluðum (fjórir toppslagir og þrjár stungur).

Má draga af þessu þann lærdóm að 4 sé „rétt“ opnun og 5 „röng“ innákoma? Tæplega. Eitt dæmi nægir ekki í alhæfingu. En tölvuforrit gæti kannski gefið nákvæmt svar með því að framleiða sambærileg dæmi í miklu magni.