Gunnar Jóhann Gunnarsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Héraðsdómur Austur-Finnmerkur féllst á kröfu Torsteins Lindquister héraðssaksóknara í gærmorgun þegar Gunnar Jóhann Gunnarsson hlaut 13 ára einróma refsingu þrískipaðs dóms í Mehamn-málinu.

Héraðsdómur Austur-Finnmerkur féllst á kröfu Torsteins Lindquister héraðssaksóknara í gærmorgun þegar Gunnar Jóhann Gunnarsson hlaut 13 ára einróma refsingu þrískipaðs dóms í Mehamn-málinu.

Segir í rökstuðningi dómsins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, að ekki væri, að teknu tilliti til rannsókna á skotvopninu, hægt að útiloka, að skot hefði hlaupið úr byssunni án þess að Gunnar hefði tekið í gikkinn þegar til átaka kom milli hálfbræðranna.

Átti sér enga flóttaleið

Hættueiginleikar þeirrar háttsemi Gunnars, að fara undir miklum áhrifum á heimili Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu, hafi hins vegar vegið mun þyngra auk þess sem Gunnari var metið það til refsiþyngingar að leggja á ráðin um hættulega atlögu þar sem ljóst hafi verið að Gísli Þór átti sér engrar undankomu auðið.

Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars, sagði í samtali við mbl.is í gær að áfrýjun væri örugg.

„Réttinum tókst ekki að sýna fram á það, sem þó telst eðlilegt í sakamálaréttarfari, að umbjóðandi minn hefði tekið þá ákvörðun að fremja verknaðinn hefði hann grunað eða vitað að háttsemi hans hefði andlát í för með sér,“ sagði verjandinn.