Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason skrifar: „Örlög uppljóstrara eru misjöfn. Tali þeir við umsjónarmenn Kveiks í sjónvarpinu eða leggi WikiLeaks til efni eru þeir gjarnan hafnir upp til skýjanna.

Björn Bjarnason skrifar: „Örlög uppljóstrara eru misjöfn. Tali þeir við umsjónarmenn Kveiks í sjónvarpinu eða leggi WikiLeaks til efni eru þeir gjarnan hafnir upp til skýjanna.

Veiti uppljóstrari Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni upplýsingar um komu hælisleitenda til landsins er leitað að honum með logandi ljósi eins og um skúrk sé að ræða. Ef uppljóstrari hefði sagt eitthvað nýtt um fjölda ekinna kílómetra Ásmundar á ferðum til kjósenda hans hefði honum vafalaust verið hampað í fréttatímum ríkisútvarpsins og á Kjarnanum.“

Björn bendir á að Útlendingastofnun sór að hafa ekki sagt Ásmundi eitt né neitt. Þá spurði Kjarninn umsjónarmann sóttvarnahúsa. Hann lagði sárt við að hann upplýsti aldrei neinn um fjölda hælisleitenda. Af hverju?

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taldi sig standa voða vel í þöggun um hælisleitendur. Er það svona flott? Eftir árangurslausa leit að uppljóstraranum segir Kjarninn frá tölunum sem Ásmundur hefur birt. „Síðustu þrjár vikur hafa komið 54 hælisleitendur og kostnaðurinn vegna þeirra fyrir ríkissjóð því 324 milljónir.“

Og Björn bendir á að meðan „RÚV“ þylur í belg og biðu tölur um sýnatöku og smit telur það hópferðir „flóttamanna“ hernaðarleyndarmál sitt og kjölturakka síns Kjarnans. Af hverju?