Sigur Marcus Rashford fagnar sigurmarkinu í París í gær.
Sigur Marcus Rashford fagnar sigurmarkinu í París í gær. — AFP
Manchester United kom nokkuð á óvart þegar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hófst í gær og náði í þrjú stig í París gegn stórliði París St. Germain. Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford skoraði sigurmark United á 87.

Manchester United kom nokkuð á óvart þegar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hófst í gær og náði í þrjú stig í París gegn stórliði París St. Germain. Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford skoraði sigurmark United á 87. mínútu með skoti í stöngina og inn.

Bruno Fernandes kom Manchester United yfir með marki úr vítaspyrnu en Parísarliðið jafnaði þegar Anthony Martial skoraði sjálfsmark.

H-riðillinn í keppninni er snúinn því þar er einnig hið öfluga þýska lið RB Leipzig sem vann Istanbul Basaksehir 2:0.

Tvö af þekktustu liðum keppninnar, Barcelona og Juventus, eru saman í G-riðli. Þau unnu bæði sína leiki í gær og ekki útlit fyrir að þau muni lenda í teljandi vandræðum með að komast áfram.