— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS kom til hafnar í gær en meirihluti 25 manna áhafnar hafði smitast af kórónuveirunni.
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS kom til hafnar í gær en meirihluti 25 manna áhafnar hafði smitast af kórónuveirunni. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fór um borð til að framkvæma mótefnamælingu á skipverjum, en þeir höfðu farið í skimun sl. sunnudag. Niðurstöður komu daginn eftir, sem sýndu flesta skipverja smitaða, en skipið var þá farið aftur á veiðar. Var því snúið við þegar niðurstöður lágu fyrir. Sýni eftir mótefnamælingu voru send suður í gær og er niðurstaðna að vænta í dag, að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þangað til fá skipverjar ekki að fara frá borði og löndun á aflanum getur þá fyrst hafist.