266 ný einkahlutafélög voru skráð hér á landi í september. Í sama mánuði í fyrra voru þau hins vegar aðeins 124 og því nemur aukningin um 115% . Kemur þetta fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

266 ný einkahlutafélög voru skráð hér á landi í september. Í sama mánuði í fyrra voru þau hins vegar aðeins 124 og því nemur aukningin um 115% . Kemur þetta fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Flest voru félögin skráð í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (46) og heild- og smásöluverslun, auk viðgerða á vélknúnum ökutækjum (42).

Athygli vekur að frá júnímánuði hafa nýskráningar einkahlutafélaga verið talsvert fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. Í júní voru þau 225 , en 168 í fyrra, í júlí 194, 166 í fyrra, og í ágúst voru þau 205, en 156 í sama mánuði 2019.

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru nýskráningarnar 1.772 en voru 1.685 yfir sama tímabil í fyrra.