Sharon D. Clarke
Sharon D. Clarke
Afhendingu bresku Olivier-leiklistarverðlaunanna var frestað í vor vegna Covid-19 en þau voru loks afhent í vefútsendingu á sunnudagskvöldið var. Sharon D. Clarke var valin besta leikkonan fyrir frammistöðuna í Sölumaður deyr í Young Vic-leikhúsinu.
Afhendingu bresku Olivier-leiklistarverðlaunanna var frestað í vor vegna Covid-19 en þau voru loks afhent í vefútsendingu á sunnudagskvöldið var. Sharon D. Clarke var valin besta leikkonan fyrir frammistöðuna í Sölumaður deyr í Young Vic-leikhúsinu. Hún hreppti einnig Olivier-verðlaun í fyrra. Marianne Elliott og Miranda Cromwell hrepptu verðlaunin fyrir bestu leikstjórn en þær leikstýrðu Sölumaður deyr saman. Andrew Scott var valinn besti leikarinn, fyrir frammistöðu í Present Laughter í Old Vic. Nýr söngleikur sænska tónlistarframleiðandans Max Martins, & Juliet , hlaut flestar tilnefningar til verðlauna, níu alls, og hlaut þrenn, öll fyrir leik. Annar nýr söngleikur, Dear Evan Hansen , hlaut einnig þrenn verðlaun. Þá tók Ian McKellen við sínum sjöundu Olivier-verðlaunum, fyrir leikferð í tilefni af áttræðisafmælinu.