40 ára Óli Rúnar ólst upp í Fellabæ í Múlaþingi en býr nú í Árbæ. Hann sinnir sköpun og stjórnun hjá Borg Brugghúsi, Öglu Gosgerð og Ölgerðinni.

40 ára Óli Rúnar ólst upp í Fellabæ í Múlaþingi en býr nú í Árbæ. Hann sinnir sköpun og stjórnun hjá Borg Brugghúsi, Öglu Gosgerð og Ölgerðinni. „Ég reyni svo að hámarka tímann með fjölskyldunni í bland við að sinna hlutverki hins temmilega þjakaða listamanns.“

Maki : Erna Gunnþórsdóttir, f. 1984, læknir og stórmeistari.

Börn: Jón Ingi, f. 2008; Gunnþór Elís, f. 2009, og Rökkvi Sæberg, f. 2017.

Foreldrar: Jón Ingi Arngrímsson, f. 1955, tónskólastjóri, Fellabæ, og

Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1954, handavinnukona og stuðbolti, Reykjavík.