— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hópur fólks kom saman við pólska sendiráðið í gærkvöldi og mótmælti lögum um þungunarrof sem tóku gildi í Póllandi í síðustu viku. Ströng skilyrði hafa gilt fyrir þungunarrofi þar í landi og voru þau hert enn frekar með lögunum.
Hópur fólks kom saman við pólska sendiráðið í gærkvöldi og mótmælti lögum um þungunarrof sem tóku gildi í Póllandi í síðustu viku. Ströng skilyrði hafa gilt fyrir þungunarrofi þar í landi og voru þau hert enn frekar með lögunum. „Sem brottfluttum Pólverjum þykir okkur mjög leitt að geta ekki mótmælt með samlöndum okkar gegn því helvíti sem konum er gert að búa við,“ sagði meðal annars í yfirskrift mótmælanna.