Ein lausn. S-Enginn Norður &spade;763 &heart;D7 ⋄Á &klubs;ÁKDG985 Vestur Austur &spade;K &spade;ÁG1084 &heart;G1065 &heart;ÁK83 ⋄G108532 ⋄764 &klubs;62 &klubs;10 Suður &spade;D952 &heart;942 ⋄KD9 &klubs;743 Suður spilar 3G.

Ein lausn. S-Enginn

Norður
763
D7
Á
ÁKDG985

Vestur Austur
K ÁG1084
G1065 ÁK83
G108532 764
62 10

Suður
D952
942
KD9
743

Suður spilar 3G.

Eric Sælensminde var óheppinn með útspil sitt gegn 3G. Makker hans hafði sagt spaða og líklegur líflitur andstöðunnar var lauf. Eric útilokaði báða liti. Þá voru tveir eftir, svipaðir að höfuðlagi en mislangir.

Eric fór fyrir norskri sveit í parasveitakeppni á Netbridge í síðustu viku og komst alla leið í útslitaleikinn. En þá fór illa. Hér opnaði norður á Standard-laufi í þriðju hendi og Ann Karin Fuglestad kom inn á 1. Suður passaði, Eric líka og norður sýndi veldi sitt með 2. Suður sagði 2G og norður hækkaði í 3G. Og Eric átti út.

Spaðakóngur hefði dugað vel og hjartagosinn líka, en Eric valdi tígulgosann. „Sýnd veiði en ekki gefin,“ hugsaði sagnhafi, enda samgangurinn stirður. Einhvern veginn þarf að komast heim til að taka á tígulhjónin og aftur inn í borð. Þegar grannt er skoðað er aðeins ein lausn til á þeim vanda – tían blönk í laufi!