Á sama tíma og ljósið er tendrað á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey ár hvert á fæðingardegi Johns Lennons 9. október er verk Ono, Óskatré, sett upp á nokkrum stöðum í Reykjavík.
Á sama tíma og ljósið er tendrað á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey ár hvert á fæðingardegi Johns Lennons 9. október er verk Ono, Óskatré, sett upp á nokkrum stöðum í Reykjavík. Um er að ræða þátttökuverk þar sem Ono býður þeim sem áhuga hafa að skrifa persónulegar óskir um frið á hvíta miða og hengja á trjágreinar birkitrjáa sem komið hefur verið fyrir í Listasafni Reykjavíkur. Nú á meðan safnhúsin eru lokuð vegna Covid-19 bjóða starfsmenn safnsins fólki að senda óskir gegnum hlekk á heimasíðu safnsins og sér starfsfólkið svo um að skrifa óskirnar og hengja á tréð sem má sjá úti við glugga á Kjarvalsstöðum.