Dramatík Reginald Smith fer með hlutverk Tonios og flutti upphafsaríu óperunnar í einum plastklefanna á sviðinu.
Dramatík Reginald Smith fer með hlutverk Tonios og flutti upphafsaríu óperunnar í einum plastklefanna á sviðinu. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í stað þess að hafa lokað vegna veirufaraldursins, eins og mörg óperuhús hafa kosið að gera, hófst sýningatímabil Óperunnar í Atlanta í Georgíu fyrir helgi með líflegri uppsetningu á hinni sívinsælu óperu Pagliacci í sirkustjaldi í garði einum þar í...
Í stað þess að hafa lokað vegna veirufaraldursins, eins og mörg óperuhús hafa kosið að gera, hófst sýningatímabil Óperunnar í Atlanta í Georgíu fyrir helgi með líflegri uppsetningu á hinni sívinsælu óperu Pagliacci í sirkustjaldi í garði einum þar í borg. Gagnrýnendur lofa framtakið, þar sem gestir sitja með grímur með tilskildu bili milli manna, kórinn syngur einnig með grímur, en einsöngvarar í eins konar plastklefum þar sem fyllsta öryggis er gætt.