Mikilvægur Heung-Min Son fagnar markinu gegn Burnley í gær.
Mikilvægur Heung-Min Son fagnar markinu gegn Burnley í gær. — AFP
Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son gerði gæfumuninn fyrir Tottenham Hotspur í gærkvöld og ekki í fyrsta skipti. Tottenham heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og skoraði Son eina mark leiksins á 76. mínútu.
Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son gerði gæfumuninn fyrir Tottenham Hotspur í gærkvöld og ekki í fyrsta skipti. Tottenham heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og skoraði Son eina mark leiksins á 76. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og lék í 76 mínútur. Tottenham er í 5. sæti með 11 stig en Burnley er í 18. sæti með aðeins 1 stig. Liðin fyrir ofan Burnley í 16. og 17. sæti, Brighton og WBA, gerðu 1:1 jafntefli og eru með 5 og 3 stig eftir sex umferðir.