Í septembermánuði var 41 fyrirtæki, sem skráð er í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekið til gjaldþrotaskipta. Af þeim voru 28 virk árið 2019 , þ.e. annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum.

Í septembermánuði var 41 fyrirtæki, sem skráð er í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekið til gjaldþrotaskipta. Af þeim voru 28 virk árið 2019 , þ.e. annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar.

Á þriðja ársfjórðungi voru 95 fyrirtæki lýst gjaldþrota. Af þeim voru 58 virk á síðasta ári. Fjölgar skráðum gjaldþrotum um 5% miðað við sama tímabil ársins á undan.

Fyrirtæki sem urðu gjaldþrota á fjórðungnum voru samanlagt með um 500 launþega að jafnaði árið 2019 . Þar af voru um 130 launþegar á fyrra ári í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og um 190 í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun sem lýstu yfir gjaldþroti á þriðja ársfjórðungi var fjöldinn 11.