Innflytjendur standa í mörgu tilliti verr að vígi í námi og eru brautskráðir síðar en aðrir nemendur framhaldsskóla, skv. nýjum tölum Hagstofu Íslands. Hlutfall allra sem hófu nám haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms.

Innflytjendur standa í mörgu tilliti verr að vígi í námi og eru brautskráðir síðar en aðrir nemendur framhaldsskóla, skv. nýjum tölum Hagstofu Íslands. Hlutfall allra sem hófu nám haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda. Þeir sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri standa mun verr að vígi, en 32,0% þeirra höfðu brautskráðst.

Ef litið er á nýnema í starfsnámi haustið 2015 höfðu 40,3% þeirra brautskráðst innan fjögurra ára. Hlutfallið meðal innflytjenda var 43-44%.

Tæplega 36% þeirra 320 innflytjenda, sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015, höfðu útskrifast fjórum árum seinna. Það er hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld en mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrunn.