Joe Biden
Joe Biden
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Joe Biden hefur verið dálítið fastur í því að hann sé enn í framboði til öldungadeildarinnar í Bandaríkjunum.

Joe Biden hefur verið dálítið fastur í því að hann sé enn í framboði til öldungadeildarinnar í Bandaríkjunum.

Í prófkjörsbaráttunni í sínum flokki tilkynnti hann skörulega, að hann væri Joe Biden og hann byði sig hér með fram til sætis í öldungadeildinni.

Fyrir fáeinum vikum, og þá löngu orðinn forsetaframbjóðandi, endurtók hann þessa fullyrðingu sína.

Í gær sagði hann á kosningafundi að kjósendur yrðu að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar „fjögur ár í viðbót með George sem forseta“ gætu haft fyrir þá. Hann hikaði að vísu í framhaldinu, en fann ekkert skárra og endurtók því þetta með hættuna af George.

Frúin hvíslaði í eyra hans og þá sagðist Biden hafa átt við Trump.

Menn gátu sér til um að Biden hefði orðið hugsað til George W. Bush, en hann lét af starfi forseta fyrir tæpum tólf árum og var Biden þá einmitt að hætta í öldungadeildinni.

En aðrir töldu jafnlíklegt að Biden ætti við George H.W. Bush enda einungis tæp 28 ár síðan sá fór úr Hvíta húsinu.

Flestir útilokuðu að Biden hugnuðust illa fjögur ár í viðbót með George Washington enda hann löngu hættur þegar Biden tók að berjast fyrir öldungadeildarsætinu fyrst.