Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum þegar CSKA Moskva burstaði Arsenal Tula 5:1 í efstu deild knattspyrnunnar í Rússlandi í gær. CSKA fór upp fyrir Zenit Petersburg og er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig.

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum þegar CSKA Moskva burstaði Arsenal Tula 5:1 í efstu deild knattspyrnunnar í Rússlandi í gær.

CSKA fór upp fyrir Zenit Petersburg og er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig. Liðið er tveimur stigum á eftir Spartak Moskva.

Arnór skoraði fjórða mark CSKA á 86. mínútu en hann kom inn á sem varamaður og hafði þá einungis verið inni á í sjö mínútur. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörninni hjá CSKA.

Arnór og Hörður komu báðir inn í liðið á nýjan leik eftir að hafa misst af síðasta leik hjá CSKA Moskva.

Arnór varð fyrir meiðslum þegar landsliðið kom saman í október til að leika landsleikina þrjá í umspili fyrir EM og Þjóðadeildinni.

Hann missti fyrir vikið af leik CSKA í síðustu umferð deildarinnar og þá tók Hörður Björgvin út leikbann en Hörður var einnig á ferðinni með landsliðinu á dögunum og hefur ef til vill haft gott af hvíldinni. sport@mbl.is