Tryggvi Gunnarsson
Tryggvi Gunnarsson
„Auðvitað hvílir það á stjórnvöldum að bregðast við svona vá og hættu, en það hvílir líka á þeim skylda að hafa þessar lagaheimildir í lagi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.

„Auðvitað hvílir það á stjórnvöldum að bregðast við svona vá og hættu, en það hvílir líka á þeim skylda að hafa þessar lagaheimildir í lagi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.

Í bréfi sem umboðsmaður skrifaði til forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra í vikunni og greint er frá á vef embættisins kemur fram að það sé hlutverk heilbrigðisráðherra að sjá til þess að valdheimildir í sóttvarnalögum verði skýrðar nánar.

„Það leiðir [...] af eðli þeirra inngripa og áhrifa sem sóttvarnaaðgerðir vegna COVID-19 hafa haft bæði fyrir einstaklinga og atvinnufyrirtæki þar sem m.a. hefur reynt á stjórnarskrárvarin réttindi og fjárhagslegar afleiðingar að ég tel að stjórnvöld eigi að því er varðar lagalega umgjörð þessara mála að gæta þess fyrir sitt leyti að hún sé eins skýr og kostur er,“ segir í bréfi umboðsmanns sem kveðst hafa fengið svör frá stjórnvöldum um að hafinn sé undirbúningur á endurskoðun sóttvarnalaga, og að áætlað sé að leggja frumvarp þess efnis fyrir Alþingi í janúar. jonn@mbl.is