Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú farandsölu á bjór sem eigandi brugghússins Steðja á samnnefndum bæ í Flókadal í Borgarfirði stendur fyrir.

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú farandsölu á bjór sem eigandi brugghússins Steðja á samnnefndum bæ í Flókadal í Borgarfirði stendur fyrir. Fyrirtækið opnaði nýlega netverslun þar sem panta má alls átta gerðir af bjór, þar með talið tvær tegundir af jólabjór, sem viðskiptavinir fá sendan heim. Árelíus Dagbjartsson, sem starfrækir brugghúsið, segir þetta vera heimilt skv. EES-reglum, samanber að Íslendingar geti keypt áfengi í gegnum erlendar netverslanir sem Pósturinn kemur svo til skila. „Við teljum reglurnar okkar megin,“ segir Árelíus sem er nú í söluferð um Austurland.

„Ég get staðfest að þetta mál er til rannsóknar hjá embættinu,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, í samtali við Morgunblaðið. 10