Covid-19 Júlíus Geirmundsson.
Covid-19 Júlíus Geirmundsson. — Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú mál skipverjanna sem veiktust af kórónuveirunni á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni sem sakamál. Þetta staðfesti Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri í samtali við mbl.is í gær.

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú mál skipverjanna sem veiktust af kórónuveirunni á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni sem sakamál. Þetta staðfesti Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri í samtali við mbl.is í gær. Í kafla refsilaga um sjómannalög segir að alvarleg brot geti varðað viðurlögum allt að fjögurra ára fangelsi.

„Það verður haft samband við þá [skipverjana] símleiðis enda eru menn í sóttkví. Svo sjáum við til hvert það leiðir okkur,“ segir Karl.

Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur beðist afsökunar á málinu. „Þetta eru bara mistök af okkar hálfu og við erum að biðjast velvirðingar á þeim, innilega. Það er enginn afsláttur af því. Okkur þykir þetta mjög miður; ömurlegt alveg. Þetta sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, í samtali við mbl.is á sunnudag.