Áætlað er að minnst 78 vígamenn uppreisnarmanna í Sýrlandi hafi fallið og rúmlega 90 til viðbótar særst í loftárásum Rússa á herþjálfunarbúðir þeirra í Idlib-héraði í gær.

Áætlað er að minnst 78 vígamenn uppreisnarmanna í Sýrlandi hafi fallið og rúmlega 90 til viðbótar særst í loftárásum Rússa á herþjálfunarbúðir þeirra í Idlib-héraði í gær. Vígamennirnir eru sagðir tilheyra hópi, sem notið hefur stuðnings tyrkneskra stjórnvalda í borgarastríðinu í Sýrlandi.

Skýrendur í málefnum landsins sögðu AFP-fréttastofunni í gær að árásunum væri ætlað að senda skilaboð til Tyrkja vegna frétta um að sýrlenskir vígamenn hefðu verið sendir á vegum tyrkneskra stjórnvalda til átakanna í Nagornó-Karabak og í Líbíu. Vopnahlé hefur ríkt í Idlib-héraði síðan í mars sl. en bæði Rússar og Tyrkir stóðu að því á sínum tíma.