Neyðarstig Landspítali var settur á neyðarstig 25. október eftir hópsmit á Landakoti.
Neyðarstig Landspítali var settur á neyðarstig 25. október eftir hópsmit á Landakoti. — Morgunblaðið/Ómar
Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn nefndarfund á morgun klukkan níu. Tilefnið er að Landspítali hafi verið færður á neyðarstig í fyrsta sinn.

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn nefndarfund á morgun klukkan níu. Tilefnið er að Landspítali hafi verið færður á neyðarstig í fyrsta sinn.

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Morgunblaðið að nefndin hafi átt í góðu samstarfi við þríeyki almannavarna, Landspítalann og ráðherra frá því fyrsta kórónuveirusmit kom upp hér á landi. Það skipti máli að fá upplýsingar frá þessum aðilum til þess að stjórnvöld geti búið þannig um hnútana að starfsemin fari fram með sem bestum hætti.

Fundurinn hefst klukkan níu og verða gestir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsóttanefndar Landspítala, Alma Möller landlæknir, Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifstofustjóri og Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.