Donald Trump
Donald Trump
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kosningadagur er runninn upp í Bandaríkjunum og verður kosið til bæði þings og forseta í dag.

Kosningadagur er runninn upp í Bandaríkjunum og verður kosið til bæði þings og forseta í dag. Þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið nú rétt fyrir kjördag benda flestallar til þess að Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata og fyrrverandi varaforseti, muni bera sigur úr býtum. Þá þykja demókratar standa sterkt að vígi í baráttunni um Bandaríkjaþing, þar sem þeir eygja þann möguleika að ráða yfir báðum deildum þingsins í fyrsta sinn frá árinu 2010.

Ekki er þó hægt að afskrifa sigurvonir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með öllu, þar sem mjótt er á mununum í nokkrum af þeim lykilríkjum sem ráðið geta úrslitum, og hafa því Trump og Biden varið miklum tíma í þeim ríkjum síðustu daga.

Gríðarmikil kjörsókn hefur verið að þessu sinni og stefnir allt í að þátttaka í kosningunum verði hin mesta í 120 ár. Ljóst er hins vegar að hátt hlutfall atkvæða hefur verið greitt utan kjörfundar og er því talið hugsanlegt að hvorki Biden né Trump verði búnir að tryggja sér meirihluta kjörmanna á kosninganóttinni sjálfri, þar sem slík atkvæði eru jafnan talin síðast.

Fylgst verður grannt með kosningunum í alla nótt á kosningavöku mbl.is. 13