KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var besti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á keppnistímabilinu 2020, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var besti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á keppnistímabilinu 2020, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann vann titilinn á minnsta mun eftir að hann og Steven Lennon, sóknarmaður FH-inga, urðu efstir og jafnir í M-gjöfinni með 15 M hvor.

Þar réð úrslitum að Atli lék einum leik færra en Lennon í deildinni. Lið ársins samkvæmt M-gjöfinni eru einnig birt í blaðinu í dag í efstu deildum karla og kvenna. 26-27