Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landspítalinn tók í gær í notkun nýja deild á Landakoti fyrir fólk með COVID-19-veikindi, sem er í bataferli en þarf enn á sjúkrahúsvist að halda. Deildin verður þar sem gjörgæsludeild Landakots var áður.

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Landspítalinn tók í gær í notkun nýja deild á Landakoti fyrir fólk með COVID-19-veikindi, sem er í bataferli en þarf enn á sjúkrahúsvist að halda. Deildin verður þar sem gjörgæsludeild Landakots var áður.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að afkastageta spítalans takmarkist annars vegar af tiltækum, sérhæfðum mannskap og hins vegar af því að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð.

„Við sköpum þau rými sem við þurfum á að halda. Við erum til að mynda fyrir löngu komin út fyrir þau gjörgæslurúm sem við höfum, strangt til tekið, en ef þörf krefur þá endurskipuleggjum við starfsemina og færum til fólk til að geta brugðist við þörfinni,“ sagði Páll. Hann segir að spurningin sé ekki fyrst og fremst hvað Landspítalinn geti tekið við mörgum Covid-sjúklingum, sem sé þá vissulega á kostnað annarrar þjónustu, heldur hvað hægt sé að útskrifa marga sjúklinga sem lokið hafa meðferð. 4