Forsetinn Sagði á sunnudag sigur í kortunum.
Forsetinn Sagði á sunnudag sigur í kortunum. — AFP
Jæja, loksins – það verður kosið í Bandaríkjunum í dag. Og kominn tími til. Ótal mörgum finnst að meira sé undir nú en venjulega. Eins og vinur minn í New York sagði: Það er kosið um mennskuna.

Jæja, loksins – það verður kosið í Bandaríkjunum í dag. Og kominn tími til. Ótal mörgum finnst að meira sé undir nú en venjulega. Eins og vinur minn í New York sagði: Það er kosið um mennskuna.

Ég hef horft á kosningafundi, viðtöl og umræður um framboðin á ólíkum bandarískum sjónvarpsstöðum. Og það er athyglisvert; með fjarstýringu er skipt á milli marghliða fagmennsku, með greiningu og upplýsingum, og lítt gagnrýninnar aðdáunar á því sem forsetinn segir. Börn eru ekki gömul þegar við byrjum að kenna þeim sjálfsagðar siðareglur og mannasiði. Ekki plata, ekki uppnefna aðra, ekki monta sig... En sitjandi forseti Bandaríkjanna hefur sagt ósatt opinberlega oftar en tuttugu þúsund sinnum – bara síðan hann tók við embætti! Listann má sjá á vef Washington Post.

Á sunnudag horfði ég á forsetann á fjöldafundi grobba sig, uppnefna fólk og halda ítrekað fram hreint makalausri vitleysu. Máli hans var vel tekið af álitsgjöfum á Fox – stöð sem hefur verið kölluð bergmálshellir Hvíta hússins – en farið yfir bæði ósannindin og það sem satt var á öðrum stöðvum. En nú er komið að kosningum og vonandi rætast óskir vina minna, umræðan verður siðlegri og það tekst að græða djúp samfélagsleg sárin vestra.

Einar Falur Ingólfsson

Höf.: Einar Falur Ingólfsson