Þórunn Bára opnaði sýningu sína Tilveru í Galleríi Fold við Rauðarárstíg um helgina.
Þórunn Bára opnaði sýningu sína Tilveru í Galleríi Fold við Rauðarárstíg um helgina. Rauður þráður í verkum hennar er náttúruskynjun og sú trú að skynreynsla sé vannýtt leið að gagnrýninni hugsun og ábyrgð fólks á umhverfi og eigin lífi, leið sem geti dregið úr firringu og verið hvati til góðra verka, eins og segir í tilkynningu. Þórunn vinnur stór og litrík verk með óræðum formum úr náttúrunni og þá einkum plönturíkinu og hefur sótt innblástur í Surtsey og rannsóknir á hvernig líf hefur kviknað á eldfjallaeyju á hafi úti. Sýningin stendur til 14. nóvember.