Tveir íslenskir leikmenn komust áfram í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær fyrir utan Valskonurnar.
Tveir íslenskir leikmenn komust áfram í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær fyrir utan Valskonurnar.
Cloé Lacasse, sem er íslenskur ríkisborgari, lék allan leikinn með portúgalska liðinu Benfica og skoraði annað mark liðsins í 3:1-útisigri á gríska liðinu PAOK.
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er einnig komin áfram með norska liðinu Vålerenga. Ingibjörg sat á varamannabekknum þegar Vålerenga skellti KÍ Klaksvík frá Færeyjum 7:0.