— Morgunblaðið/Eggert
Starfsmenn Orku náttúrunnar vinna þessa dagana við að dreifa fræslægju í bakkana við lón Elliðaárstíflu sem tæmd var í síðustu viku.

Starfsmenn Orku náttúrunnar vinna þessa dagana við að dreifa fræslægju í bakkana við lón Elliðaárstíflu sem tæmd var í síðustu viku. Í slægjunni er gróður af árbökkunum sem eru þarna í kring og með þessari aðferð er ætlunin að flýta fyrir að náttúrulegur gróður festi rætur á því svæði sem þarna var áður undir vatni. „Þetta er aðferð sem víða hefur verið notuð með góðri reynslu, til dæmis á starfssvæðum okkar, þar sem við höfum þurft að endurheimta náttúrulegan gróður. Þetta er til dæmis nærri virkjunum eða mannvirkjum sem þeim tengjast,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, talsmaður Orku náttúrunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Elliðaárlón ofan stíflunnar við Höfðabakkabrú var dæmt í síðustu viku. Ekkert óvænt hefur komið upp eftir það – og breyting þessi er til frambúðar.