Ósáttur Ole Gunnar Solskjær var ómyrkur í máli eftir tap gærdagsins.
Ósáttur Ole Gunnar Solskjær var ómyrkur í máli eftir tap gærdagsins. — AFP
Manchester United tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið heimsótti Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Faith Terim-vellinum í Istanbúl í Tyrklandi í gær.

Manchester United tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið heimsótti Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Faith Terim-vellinum í Istanbúl í Tyrklandi í gær.

Demba Ba og Edin Visca skoruðu mörk Tyrkjanna í fyrri hálfleik áður en Anthony Martial minnkaði muninn fyrir Manchester United og lokatölur því 2:1 í Istanbúl.

Það hefur verið pressa á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra United, í upphafi tímabilsins en United hefur ekki þótt sannfærandi í fyrstu leikjum leiktíðarinnar.

„Fyrsta markið sem við fáum á okkur kemur eftir hornspyrnu sem við fáum,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport eftir leikinn.

„Við gleymum að dekka þeirra fremsta mann sem er ófyrirgefanlegt,“ bætti norski stjórinn við en þrátt fyrir tap gærdagsins er United í góðri stöðu með 6 stig í H-riðli keppninnar. bjarnih@mbl.is