Umbætur Bjarni Benediktsson hefur kynnt nýtt frumvarp.
Umbætur Bjarni Benediktsson hefur kynnt nýtt frumvarp. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirhugað er að færa starfsemi skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Fyrirhugað er að færa starfsemi skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Meðal tillagna frumvarpsins er að útiloka að álagi verði beitt samhliða stjórnvaldssektum eða refsingum vegna skattalagabrota, auk þess sem á að gera rannsóknarferli í skattalagabrotum skilvirkara og stytta málsmeðferðartíma þeirra sem grunaðir eru um skattalagabrot.

Vegna dóma MDE

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að forsögu málsins megi rekja til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Í tilefni af þeim dómum ákvað dómsmálaráðherra í apríl árið 2019, í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, að skipa nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Nefndin hafði það hlutverk að skoða kröfur MDE og greina þær með það að markmiði að móta stefnubreytingar í málaflokknum hér á landi. Nefndin skilaði svo skýrslu um málið 11. september 2019.