Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson byrjaði vel í undankeppni EM karla í handknattleik í gær. Stýrði hann Hollendingum til sigurs gegn Tyrkjum í Hollandi. Unnu Hollendingar eins marks sigur, 27:26, og tylla sér þar með í toppsætið í 5. riðli.
Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson byrjaði vel í undankeppni EM karla í handknattleik í gær. Stýrði hann Hollendingum til sigurs gegn Tyrkjum í Hollandi. Unnu Hollendingar eins marks sigur, 27:26, og tylla sér þar með í toppsætið í 5. riðli. Í riðlinum leika einnig Slóvenar og Pólverjar. Fyrirfram er búist við því að Slóvenar séu með sterkasta liðið.
Undir stjórn Erlings komst Holland í lokakeppni EM sem fram fór í byrjun árs. Var það í fyrsta skipti sem karlaliðið nær slíkum árangri.