Heiðar fæddist 4. október 1936. Hann lést 4. október 2020.

Útförin fór fram 21. október 2020.

Við erum hér tvær skólasystur Heiðars Ástvaldssonar sem lést 4. október 2020.

Okkur langar til að minnast hans. Heiðar var yndislegur maður, mjög félagslyndur og kenndi fjölda manns að dansa, meira að segja þegar við vorum í gagnfræðaskólanum vorum við 20 stelpur og 6 strákar í bekknum. Heiðar kenndi þeim öllum að dansa. Hann kenndi eldra fólkinu hérna í Kópavogi þrjá vetur án endurgjalds og var alltaf að segja okkur eitthvað skemmtilegt svo allir fóru ánægðir heim. Við vitum að fólkið í Kópavogi gleymir aldrei þessum tímum. Já, það er margs skemmtilegs að minnast, við ólumst saman upp á Siglufirði. Alltaf var Heiðar hrókur alls fagnaðar, hann var mjög námfús enda vel lærður. Hann var formaður Siglfirðingafélagsins hér í borginni og stóð sig vel.

Já, hann var ógleymanleg persóna og reyndist vinum sínum vel.

Við minnumst hans með söknuði og vonum að honum líði vel á öðru tilverustigi.

Blessuð sé minning hans.

Ef minning geymir ást og yl

hún yfir sorgum gnæfir

Því alltaf verða

tónar til sem tíminn ekki svæfir.

(Kristján Hreinsson)

Erla og Geirlaug.