Hinir árvissu jólatónleikar Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, munu fara fram í Borgarleikhúsinu í ár og verða sýndir í beinni útsendingu 19. desember kl. 20.

Hinir árvissu jólatónleikar Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, munu fara fram í Borgarleikhúsinu í ár og verða sýndir í beinni útsendingu 19. desember kl. 20. Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum myndlykla Vodafone og Sjónvarps Símans fyrir þá sem vilja horfa á tónleikana í sjónvarpi og verður einnig hægt að kaupa streymi hjá Tix.is og horfa á tónleikana í tölvu eða snjalltækjum en nánari upplýsingar um miðasölu og tæknileg atriði verða kynnt á næstu dögum.

Jólagestir láta ekki sitt eftir liggja á krefjandi tímum Margir þekktir söngvarar munu koma fram á tónleikunum og fjöldi hljóðfæraleikara, bæði í stórsveit og strengjasveit, og þrír kórar; Reykjavík Gospel Company, Karlakórinn Fóstbræður og Barnakór Kársnesskóla og dansarar úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar munu einnig koma fram.