[mynd af óþekkjanlegum vel útbúnum íslenskum lögreglumanni/-mönnum]
[mynd af óþekkjanlegum vel útbúnum íslenskum lögreglumanni/-mönnum]
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar um hryðjuverkaógnina og viðbúnað lögreglu hér á landi. Hann segir að norska lögreglan hafi vopnast og verði vopnuð næstu þrjár vikur vegna ábendingar frá norsku öryggislögreglunni, PST, sem greini og leggi mat á hættu.

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar um hryðjuverkaógnina og viðbúnað lögreglu hér á landi. Hann segir að norska lögreglan hafi vopnast og verði vopnuð næstu þrjár vikur vegna ábendingar frá norsku öryggislögreglunni, PST, sem greini og leggi mat á hættu.

Björn skrifar: „PST segir að til þess kunni að koma eða sé sannsynlig að einhver einstaklingur sem aðhyllist öfgafullan íslamisma ráðist á almenna borgara eða þá sem hann telur gegna „táknrænu“ hlutverki eins og lögreglu eða hermenn. Við árásina kunni að verða beitt högg- eða stunguvopni eða ökutæki.

Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að lögreglan bendi ekki á neina beina ógn gegn Norðmönnum en segi að það sem gerst hafi nýlega í Evrópu „sé áminning um að lögreglan verði ávallt að taka mið af því að til óæskilegra atvika komi“.“

Þetta er óhugnanlegt og það er freistandi, en ekki frambærilegt, að halda fyrir augu og eyru frekar en að búa sig undir óhugnaðinn.

Björn segir markvisst unnið gegn því að hér á landi sé aflað upplýsinga á borð við þær sem PST aflar. Það er alvarlegt og hlýtur að kalla á umræðu á Alþingi og athugun meðal þeirra sem yfir þessu hafa að segja.

Vonandi sleppa Íslendingar við voðaverk eins og Austurríkismenn, Frakkar og fleiri hafa fengið að kynnast að undanförnu. Við getum þó því miður ekki gengið út frá því.