Fremstur Anton Sveinn McKee er að gera það gott í Búdapest.
Fremstur Anton Sveinn McKee er að gera það gott í Búdapest. — Morgunblaðið/Eggert
Anton Sveinn Mckee synti til sigurs í 200 m bringusundi í ISL-mótaröðinni í Búdapest í gærmorgun. Anton kom í mark á tímanum 2:03.02 en Íslands- og Norðurlandamet hans í greininni er 2:01.65. Það met setti hann fyrir fjórum dögum í Búdapest.

Anton Sveinn Mckee synti til sigurs í 200 m bringusundi í ISL-mótaröðinni í Búdapest í gærmorgun. Anton kom í mark á tímanum 2:03.02 en Íslands- og Norðurlandamet hans í greininni er 2:01.65. Það met setti hann fyrir fjórum dögum í Búdapest.

Sigur Antons tryggði liði hans, Toronto Titans frá Kanada, 12 stig í stigakeppni mótaraðarinnar.

Anton syndir 100 metra bringusund síðar í dag en síðasta mótið, fyrir undanúrslit stigakeppninnar, fer fram 9. og 10. nóvember.