Þjálfari Alfreð Gíslason fylgist með leik gædagsins á hliðarlínunni.
Þjálfari Alfreð Gíslason fylgist með leik gædagsins á hliðarlínunni. — Ljósmynd/@DHB_Teams
Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til 25:21-sigurs gegn Bosníu í undankeppni EM 2022 í handknattleik í Düsseldorf í gær.
Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til 25:21-sigurs gegn Bosníu í undankeppni EM 2022 í handknattleik í Düsseldorf í gær. Bosníumenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 13:9, en það tók Þjóðverja aðeins fimm mínútur að jafna metin í síðari hálfleik og eftir það var leikurinn eign þýska liðsins. Þetta var fyrsti leikur Þjóðverja undir stjórn Alfreðs sem tók við landsliðinu í febrúar á þessu ári. Þýskaland er með 2 stig í 2. riðli keppninnar, líkt og Austurríki, en Eistland og Bosnía eru án stiga.