Ævar Þór Benediktsson
Ævar Þór Benediktsson
Ævar Þór Benediktsson rithöfundur og leikari hefur í ljósi aðstæðna ákveðið að byrja aftur með daglega upplestra úr bókum sínum á facebooksíðunni Ævar vísindamaður.

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur og leikari hefur í ljósi aðstæðna ákveðið að byrja aftur með daglega upplestra úr bókum sínum á facebooksíðunni Ævar vísindamaður.

Þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins, með tilheyerandi samkomutakmörkunum, gekk yfir í vor las Ævar Þór upp fyrstu þrjár bækurnar af fimm í bókaflokknum Bernskubréf Ævars vísindamanns. Þetta eru bækurnar Risaeðlur í Reykjavík (sem lesin var í átta hlutum), Vélmennaárásin (lesin í níu hlutum) og Gestir utan úr geimnum (lesin í 12 hlutum). Fyrr í vikunni hóf Ævar Þór síðan upplestur sinn úr fjórðu bók flokksins sem nefnist Ofurhetjuvíddin . Allir upplestrarnir byrja kl. 13 daglega, en þau sem missa af beinni útsendingu geta horft á myndböndin hvenær sem er á facebooksíðu Ævars vísindamanns.