Framherji Harry Kane heldur áfram að raða inn mörkunum hjá Tottenham.
Framherji Harry Kane heldur áfram að raða inn mörkunum hjá Tottenham. — AFP
Harry Kane var á skotskónum fyrir Tottenham þegar liðið heimsótti Ludogorets í Evrópudeildinni í knattspyrnu í Razgrad í Búlgaríu í gær. Framherjinn kom Tottenham yfir strax á 13. mínútu en leiknum lauk með þægilegum 3:1-sigri enska liðsins.

Harry Kane var á skotskónum fyrir Tottenham þegar liðið heimsótti Ludogorets í Evrópudeildinni í knattspyrnu í Razgrad í Búlgaríu í gær.

Framherjinn kom Tottenham yfir strax á 13. mínútu en leiknum lauk með þægilegum 3:1-sigri enska liðsins. Kane, sem er 27 ára gamall, hefur leikið með Tottenham allan sinn feril en þetta var mark númer 200 hjá framherjanum í einungis 300 leikjum. Ótrúlegt en satt þá hefur hann nú skorað 100 mörk á útivelli og 100 mörk á heimavelli fyrir Tottenham. Kane skýtur þar með mönnum á borð við Thierry Henry, Alan Shearer og Wayne Rooney ref fyrir rass. Það tók Henry 321 leik að skora 200 mörk fyrir Arsenal og Shearer 380 leiki að skora 200 mörk fyrir Newcastle. Þá tók það Rooney 405 leiki að skora 200 mörk fyrir Manchester United en Sergio Agüero skoraði 200 mörk í 293 leikjum fyrir Manchester City sem verður að teljast frábært afrek.

bjarnih@mbl.is